Hér má sjá yfirlit þeirra námskeiða sem ég býð upp á, ýmist sem hópnámskeið eða einkakennsla. Legg áherslu á raunveruleg vinnubrögð (hands-on) og atriði sem nýtast þér beint til notkunar (ekki þurr fyrirlestur um lög og reglur sem allir sofna yfir eða útdeila pappírsflóði sem týnist strax eftir námskeið).

Á hópnámskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur mæti með sína eigin tölvur, til að venjast strax vefvinnslunni í sínu eigin umhverfi, og taka glósur og minnispunkta á sínu eigin tungumáli ;)

 

Námskeið : Vefsmíði með Joomla

 

Vefsíðugerð með Joomla : Grunnatriði
– Allt sem þú þarft að vita til að geta komist af stað til að búa til þína eigin vefsíðu með Joomla kerfinu.
 

Námskeið : Vefsíðugerð með WordPress

Vefsíðugerð með WordPress : Grunnatriði
– Allt sem þú þarft að vita til að geta komist af stað til að búa til þína eigin vefsíðu með WordPress kerfinu.

 

Námkskeið : Að auglýsa á Google

Auglýsingar á Google 
– Læra hvernig Adwords auglýsingakerfið hjá Google virkar; búa til auglýsingar, tengingar við leitarorð, stjórnun kostnaðar, lendingarsíður o.fl.


 

Námskeið : Að auglýsa á Facebook

Auglýsingar á Facebook
– Læra hvernig auglýsingakerfið hjá Facebook virkar; búa til auglýsingar, tengingar við markhópa (vítt og þröngt fókus-svið), stjórnun kostnaðar, lendingarsíður o.fl.